Fréttir

Boðað til íbúafundar í Húnabyggð í dag

Allir íbúar Húnabyggðar eru boðnir velkomnir á stuttan upplýsingafund sem haldinn er í tilefni fréttatilkynningar sem fer í loftið í dag fimmtudaginn 23. október.
Meira

Borgarflöt 35, Sauðárkróki – Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa deiliskipulastillögu fyrir Borgarflöt 35 á vinnslustigi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða vinnslutillögu deiliskipulags fyrir uppbyggingu Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35. Í vinnslutillögunni felst að greina kosti og möguleika sem staðsetning lóðarinnar býður uppá og leggja fram tillögu um nýtingu hennar. Ásamt því að skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum Háskólans á Hólum.
Meira

Lóuþrælar leggja land undir fót

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á árinu. Nú stefna kórfélagar suður með sjó og ætla að bresta í söng þar sem landið er lítið og lágt, í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 25. október. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Meira

Þrenna frá Maddie dugði ekki til í spennuleik á Hlíðarenda

Stólastúlkur mættu liði Vals í N1-höllinni á Hlíðarenda í gær í fjórðu umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn var æsispennandi frá byrjun til enda og skiptust liðin 13 sinnum um að hafa forystuna. Staðan var jöfn að loknum þriðja leikhluta en Valskonur náðu átta stiga forystu um miðjan fjórða leikhluta. Gestirnir náðu muninum niður í eitt stig en komust ekki nær og urðu að sætta sig við að tapa 78-75.
Meira

Frestur til að sækja um í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra framlengdur!

Frestur til að skila umsóknum í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 28. október kl. 12:00.
Meira

Það verður ekki bannað að hlæja hjá Pétri Jóhanni í Ljósheimum

Sprellarinn geðþekki, Pétur Jóhann Sigfússon, mætir í heimahagana á laugardaginn og verður með eitthvað uppistand kl. 20:00 í Ljósheimum, í seilingarfjarlægð frá fæðingarstað sínum sem var sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Meira

Líflegar umræður á íbúafundum í Dalabyggð og Húnaþingi vestra

Opnir íbúafundir voru haldnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í liðinni viku þar sem fram fór kynning á vinnu sameiningarnefndar og vinnustofur þar sem þeir sem sóttu fundina gátu komið sínum hugmyndum að og haft áhrif á mótun stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi. Enn á að sjálfsögðu eftir að klára að vinna úr hugmyndum íbúa og að kjósa um sameininguna. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, voru fundirnir vel sóttir og umræður fjörugar á þeim báðum. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Unni.
Meira

Munum eftir endurskinsmerkjunum

Varðstjóri lögreglu á Blönduósi heimsótti á dögunum nemendur í 3. og 4. bekk Húnaskóla á Blönduósi. Í færslu á Facebook-síðu LNV var í heimsókninni lögð áhersla á öryggi í umferðinni og mikilvægi þess að nota endurskinsmerki – sérstaklega nú þegar dimma tekur á morgnana og síðdegis.
Meira

Flæðar á Sauðárkróki | Deiliskipulagstillaga

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir „Flæðar á Sauðárkróki“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti nr. DS-01 í verki nr. 56292110 dags. 13.10.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Meira

Vonast eftir góðri þátttöku á aðalfundi SUNN

Aðalfundur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) fyrir árið 2025 verður í Kakalaskála í Skagafirði, mánudagskvöldið 27.október kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, erindi frá Landvernd og þá mun Nína Ólafsdóttir, rithöfundur og líffræðingur, kynna nýútkomna bók sína, Þú sem ert á jörðu. Feykir spurði Rakel Hinriksdóttur, formann SUNN, hvað það væri sem helst brenni á náttúruverndarfólki þessi misserin.
Meira